Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2015 | 10:00

Ramsay óánægður m/ leik sinn

Skotinn Richie Ramsay er óánægður með leik sinn á Opna breska, en mótið fór fram á St. Andrews í heimaríki Ramsay, Skotlandi.

Richie Ramsay kom á St. Andrews fullur sjálfstrausts en fer þaðan þjáð sál, eins og oft vill verða eftir slæman leik á linksara.

Stutta spilið var bara að drepa mig,“ sagði Ramsay eftir mótið, en hann lauk keppni T-68  (72 71 70 74) ásamt 5 öðrum stórkylfingum þ.á.m. Charl Schwartzel.

Í hvert skipti sem ég hitti ekki flöt, náði ég mér ekki á strik og í kjölfarið átti ég þrjú þrípútt af stuttu færi.“

Það var erfitt að sjá hvernig ég spilaði síðustu 4 holurnar. Þær voru kjörið tækifæri á velli sem ég þekki vel en púttin mín voru bara á ruslstandard.“

Mér finnst að leikurinn minn sé bara skammt undan en hugarfarið mitt … ég hef bara virkilega ekkert gott að segja um það.

Ég er viss um að það breytist á næstu dögum, en ef ég spila eins og ég gerði þá er það bara tilgangslaust. Ég gæti allt eins bara gefið einhverjum öðrum tækifæri á að spila.“

Ramsay sigraði á  Omega European Masters í Cran-sur-Sierre 2012, sem er mót Evrópumótaraðarinnar í þessari viku, en þegar hann sigraði þá var hann í svipuðum vandræðum með leik sinn.

Hann sagði: „Ég ætla að spila á Omega en ég get bara ekki hugsað um það á þessari stundi. Ef ég pútta og chippa eins og ég gerði þá er bara þýðingarlaust að fara. En ég ætla mér að koma skikki á þetta, fara í ræktina og reyna að verða svolítið betri.

Ég vil bara ekki spila eins og ég gerði.  Það er frábært að vera með, ekki misskilja mig, en hver og einn okkar vill sigra.“

Við erum ekki í þessu til þess að verða í 70. sæti í mótinu. Þetta er svolítill brandari ef ég á að vera hreinskilinn. Ég verð bara að setjast niður og skoða stöðuna.“

Drævin og járnaleikurinn minn er góður. En allstaðar þar sem maður er að skora, þar verð ég að verða betri. Það er þar sem topp-gæjarnir eru betri en ég.“

Ég verð að snúa þessu við og þá gæti ég snúið 74 í 64; það er svona stór sem munurinn er.  Ég er að líta á 7-8 högg í hverjum hring.“

Einhver e.t.v. að velta því fyrir sér af hverju Golf1 birtir grein um Ramsay? Hann er jú ekki meðal „topp-gæjanna“ í augnablikinu – jú framangreint veitir bara frábæra innsýn inn í það sem flestir kylfingar þurfa að fást við sérstaklega þegar að þeirra mati þeim hefir ekki gengið nógu vel í mótum!

Gaman að sjá hvað Ramsay fer úr að vera neikvæður í að reyna að bæta sig, en þannig verður bara hugarfarið í golfinu að vera!