Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2021 | 18:00

Golfútbúnaður: Rahm gerir samning við Callaway

Callaway Golf tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði samið við nr. 2 á heimslisatnum, Jon Rahm og hann væri nú genginn í raðir Callaway.

Rahm mun nota Callaway útbúnað sinn í fyrsta sinn í Sentry Tournament of Champions.

Rahm mun nota Callaway tre, járn, fleygjárn og Chrome Soft X boltann og Odyssey pútter.

Rahm lét frá sér fara við þetta tækifæri:

Ég er svo ánægður að hafa gengið til liðs við Callaway og ég get ekki beðið eftir að byrja árið. Útbúnaðurinn er fínn fyrir mig og á fyrsta hring með þessu nýja var ég á vallarmeti, 59 í Silverleaf. Ég hef trú á nýju Callaway kylfunum – og sérstaklega boltanum, sem ég var virkilega heillaður af í prufuferlinu.

I’m so happy to be joining Callaway, and I can’t wait to start the year. The equipment is already performing well for me, and in my first round with the new setup, I shot a course record 59 at Silverleaf. I have confidence in my new Callaway clubs – and especially the golf ball, which has really impressed me during the testing process.