Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2018 | 08:00

Ragnhildur á 78 2. dag á British Open

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tók þátt í The Ladies British Open Amateur Championship.

Hún átti slæman 1. hring upp á 16 yfir pari, 88 högg og var í 142. sæti af 144 keppendum eftir 1. dag.

Annan daginn lék hún á 6 yfir pari, 78 högg og bætti sig um heil 10 högg!!!

Samtals var hún því á 22 yfir pari, 166 höggum (88 78) og náði ekki niðurskurði, en einungis 64 efstu héldu áfram í holukeppnis hlutann og þær sem börðust um að vera í 64 kvenna hópnum voru á samtals 10 undir pari.

Þrjár stúlkur voru efstar á samtals 1 undir pari hver:  Elín Esborn frá Svíþjóð; Esther Henseleit frá Þýskalandi og Elodie Chapelet frá Frakklandi.

Sjá má stöðuna á  The Ladies British Open Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: