Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2011 | 19:30

Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, verður með golfnámskeið í Básum 16. jan-16. mars ’12

Uppáhaldskylfingur margra viðmælenda Golf 1, Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, golfkennari, heldur golfnámskeið í Básum 16. janúar – 16. mars á næsta ári 2012. Bókið snemma því í fyrra varð fljótt fullbókað! Í fréttatilkynningu frá Ragnhildi segir eftirfarandi:

„Golfnámskeið vetrarins hefjast þann 16. janúar í Básum
Einstaklingsmiðuð námskeið fyrir alla, áhersla á grunnatriði þar sem unnið er með þarfir hvers og eins.
Skráningar í fullum gangi 🙂
Innifalið:
Sveiflumyndataka og sveiflugreining í upphafi
Vikulegar kennslustundir frá 16. jan – 16. mars
4 nemendur hjá kennara
Námskeið í golfreglum
Boltar og aðstöðugjöld

Verð kr. 22.000,-

Upplýsingar og skráning í síma 8225660
og á ragsi@simnet.is