Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigraði glæsilega á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. Hann var sá eini sem var á samtals skori undir pari eftir 2 keppnisdaga! Mynd: Golf 1 Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu!!!!!
Ragnar Már Garðarsson, GKG, efnilegasti kylfingur Íslands 2012 og stigameistari í piltaflokki á Unglingamótaröð Arion banka sigraði nú rétt í þessu á The Duke of York Young Champions Trophy.
Íslendingar hafa fram að þessu aðeins einu sinni sigrað í mótinu en það var þegar Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði 2010.
Ragnar Már kom í hús á 72 höggum í dag á golfvelli Royal Troon Golf Club í Ayshire í Skotlandi. Skor hans er einkar glæsilegt í ljósi þess hversu erfiðar veðuraðstæður voru á vellinum en þar var ekta íslenskt slagveður, kalt, hvasst og rigning.
Ragnar spilaði fyrri 9 á sléttu pari, var á 36 höggum og sama seinni 9 þó skorkortið hans væri aðeins skrautlegra þar, en hann fékk 3 fugla, skolla og skramba.
Kötju Pogacar, frá Slóveníu sem búin er að vera í efstu sætum undanfarna tvo daga, gekk illa í dag en hún var á 79 höggum. Sama er að segja um Englendinginn Max Orrin, en hann var á 77 höggum.
Samtals voru þau Katja, Max og Ragnar Már á samtals 225 höggum, hvert í lok spils á 54 holum; Katja (72 74 79); Max (71 77 77) og Ragnar Már (76 77 72) og því þurfti að koma til bráðabana milli þeirra.
Í bráðabananum stóð Ragnar Már uppi sem sigurvegari!!!!! Segja má að Ragnar Már hafi staðið sig framúrskarandi í eldraun keppnispressunnar og mótið dýrmæt reynsla og vegarnesti í framtíðina.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, bætti sig líka í dag en hún var í 32. sæti fyrir daginn í dag. Hún hækkaði sig upp um 5 sæti og deildi 27. sætinu með 2 öðrum: Hollendingnum Lars Von Meijel og Finnanum Juhana Kukkonen. Samtals spilaði Guðrún Brá á 241 höggi (83 78 80).
Glæsileg frammistaða hjá Ragnari Má og Guðrúnu Brá – Innilega til hamingju bæði tvö!!!
Til þess að sjá úrslitin í Duke of York Young Champions Trophy SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


