Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 18:30

Ragnar Már í 2. sæti á Brabants Open e. 2. dag – Bjarki í 4. sæti

Ragnar Már Garðarsson, GKG deilir 2. sætinu eftir 2. dag á Brabants Open mótinu með Rowin Caron, en báðir deildu 1. sætinu í gær.

Ragnar Már lék 2. hringinn aftur á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum og er því samtals á 6 undir pari, 138 höggum (69 69).

Það er hollenskur piltur Lars van Meijel, sem er efstur aðeins 1 höggi á undan  þeim Ragnari Má og Rowin Caron,  á 7 undir pari, 137 höggum (70 67).

Bjarki Pétursson, GB er einn í 4. sæti á samtals 5 undir pari, 139 höggum (70 69).

Gísli Sveinbergsson, GK lék einnig vel deilir 6. sæti á samtals 2 undir pari (71 71).

Ísak Jasonarson, GK var á 82 höggum og er sem stendur í 75. sæti.

Lokahringur Brabants Open fer fram á morgun og er vonandi að það verði íslenskur kylfingur sem verði í sigursæti, en mikið er í húfi, þátttökuréttur á Wildcard KLM Open 2014, en mótið er hluti af Evrópumótaröð karla.

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Brabants Open með því að SMELLA HÉR: