Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 12:00

Ragnar Már á besta skori íslensku keppendanna e. 1. dag Brabants Open

Ragnar Már Garðarsson, GKG er á besta skori íslensku keppendanna 4 eftir 1. dag á Brabants Open mótinu.

Ragnar Már lék á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum og er sem stendur einn  í 2. sæti í mótinu (kl. 12:00).

Bjarki Pétursson, GB, lék einnig glæsilega á 2 undir pari, 70 höggum og deilir sem stendur 3. sætinu í mótinu með 2 öðrum kylfingum.

Gísli Sveinbergsson, GK lék einnig vel var á 1 undir pari, 71 höggi og er sem stendur í 6. sæti, en  klúbbfélagi hans Ísak Jasonarson, var á 82 höggum og er sem stendur í 73. sæti.

Staðan gæti enn breyst eftir því sem líður á daginn, enn ekki er búið að ræsa alla út í mótinu.

Fylgjast má með stöðunni á Brabants Open með því að SMELLA HÉR: