R&A og USGA samþykkja breytingar á golfreglum
Sem hluta viðvarandi skuldbindingar til þess að skapa meiri gegnsæji á golfreglunum tilkynntu R&A og USGA, reglusetningaryfirvöld golfíþróttarinnar, í gær breytingar á 2012-2013 útgáfu golfregluákvarðananna.
Breytingarnar eru hluti af tveggja ára endurskoðun á ákvörðununum og ganga þessar breytingar í gildi 1. janúar 2014. „Ákvarðanir varðandi golfreglurnar 2014-2015″ innihalda meira en 1200 dæmi um tiltekin atvik, sem snerta golfreglurnar.
Alls hafa 87 breytingar verið gerðar á Ákvarðannabókinni 2012-2013; 3 nýjar ákvarðanir taka gildi, 59 hefir verið breytt, ein ákvörðun hefir hlotið nýja tölusetningu meðal golfreglnanna og 24 ákvarðanir hafa verið felldar úr gildi.
„Golfreglurnar eru í stöðugri þróun“ sagði Thomas Pagel, yfirframkvæmdastjóri USGA hvað snertir golfreglurnar.
„Endurskoðunin á ákvörðunum er tækifæri fyrir R&A og USGA til þess að hjálpa til við að gera (golf) leikinn skiljanlegri og aðgengilegri fyrir leikmenn, yfirmenn innan golfíþróttarinar og annarra sem taka þátt í leiknum.“
David Rickman, framkvæmdastjóri R&A hvað snertir reglur og stöðlun á reglum varðandi (golf)útbúnað sagði m.a.: „Það er mikilvægt að íhuga vandlega nýja þróun í leiknum, sem endurspeglast í ákvörðunum og sem veitir meiri skýrleika á notkun smartsíma og annarrar framúrstefnulegrar vídeótækni.“
Meðal breytinganna á reglunum 2014-2015 eru 4 ákvarðanir sérstaklega eftirtektarverðar:
* Ný ákvörðun 14-3/18 staðfestir að leikmenn megi athuga veðurspár í smartsímum á hring án þess að um reglubrot sé að ræða. Mikilvægt er að þessi ákvörðun segir skýrt að leikmönnum sé heimilt að leita upplýsinga þegar von er á stormi til verndar eigin öryggis.
* Ný ákvörðun 18/4 felur í sér að þar sem ný tækni (s.s.. HDTV, digital upptökur eða online visual media, o.s.frv.) sýnir að boltinn hafi færst til og sé í annarri stöðu þá dæmist svo að boltinn muni ekki hafa hreyfst ef sú hreyfing var ekki sjáanleg með berum augum á þeim tíma. R&A og USGA hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um notkun vídeó og sýnilegra sönnunargagna, til þess að útskýra nánar afstöðu ráðamanna til notkunnar þessarar tækni.
* Breytt ákvörðun 25-2/0.5 hjálpar til við að skýra þegar bolti er talinn fastur í jörð („plöggaður“) með notkun skýringateikninga.
* Breytt ákvörðun 27-2a/1.5 leyfir leikmanni að fara áfram u.þ.b. 50 yarda (46 metra) án þess að tapa rétti sínum til þess að ganga tilbaka og leika varabolta.
Heildartexta um breytingar á golfreglunum og ofangreinda sameiginlega yfirlýsingu má finna á www.RandA.org og www.usga.org
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
