R&A: Aðgerðir gegn of hægum leik
Styttri brautir og aðstoðarmenn sem hjálpa til við leit að týndum boltum í mótum á áhugamannastiginu gæti flýtt golfleiknum var niðurstaðan í höfuðstöðvum golfíþróttarinnar R&A.
Tveggja daga fundur var haldinn nú nýlega í vöggu golfíþróttarinnar, St. Andrews, til að ræða of hægan leik á öllum stigum golfíþróttarinnar.
Framkvæmdastjóri R&A, Martin Slumbers segir að leikhraði sé mikilvægt viðfangsefni þegar golfið er að reyna að vera meira aðlaðandi fyrir alla.
„Leikhraðinn er lykilviðfangsefni og hefir verið það til fjölda ára,“ sagði Slumbers m.a.
„Við viljum kanna hann og koma með leiðbeiningar sem hægt sé að veita leikmönnum og völlum til þess að virkilega takast á við of hægan leik.„
„Það er fullt af praktískum atriðum sem hægt er að grípa til„
Aðgerðir til að hraða leik koma eftir að 56.000 kylfingar frá 127 löndum tóku þátt í skoðanakönnun um ástand golfleiksins í heimalöndum þeirra. Skoðanakönnun R&A fór fram milli september 2014 og til marsmánaðar í ár.
Og Slumbers, sem tók við af Peter Dawson í byrjun síðasta mánaðar, hefur trú á að sum af atriðunum, sem stungið var upp á gætu virkað þegar í stað.
„Kannski þurfum við sjálfboðaliða þarna út á vellinum til að hjálpa við að finna týnda bolta.“ Kannski þarf að stytta vellina; spila 9 holu golf; spila af teigum sem eru framar, ekki vera með röffið þykkt o.s.frv.
Skoski kylfingurinn Alastair Forsyth, sem var 15 ár á Evróputúrnum, finnst að R&A eigi að íhuga að beita „róttækari“ aðgerðum til þess að koma í veg fyrir of hægan leik.
Alastair Forsyth hefir sagt: „Lykilatriðið er að fólk verði meðvitað og viðurkenni að það að spila á hæfilegum hraða og hraða leik er ekki aðeins gott fyrir leik þeirra heldur er einnig sanngjarnt fyrir alla á vellinum.“
„Eitthvað verður að gera því þetta á aðeins eftir að versna,“ sagði hann í viðtali við BBC Scotland.
„Ég held að atvinnumennirnir kannski verði að taka hluta af ábyrgðinni og finna leið til þess að spila hraðar. Ef við gerum ekki eitthvað róttækt þá sé ég ekki að margt breytist.“
„Þetta er alvarlegt viðfangsefni innan golfíþróttarinnar bæði á æðstu stigum hennar sem í klúbbastarfseminni. Við vorum vanir að ganga um völl þrír á 3 til 3 1/2 tímum. Núna er það komið upp í 5 tíma og hringirnir í meistaramótunum taka a.m.k 4 1/2 tíma. Þetta verður til þess að fólk hættir í golfi.“
Og Forsyth leggur til að fólk fái 4 tíma til að klára hring – hafi það ekki klárað á þeim tíma teljist það ekki hafa klárað hring. Þetta er svolítið harkalegt en eitthvað verður að gera til þess að fá fólk til að hraða leik!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


