Q-school LET: Tinna lauk leik á 2. hring á 71 höggi!
Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk leik á Norður-velli La Manga á 71 höggi. Hún byrjaði á 10. teig og fékk strax skolla á 11. braut en síðan 3 fugla á seinni 9 og var í -2 undir pari eftir 9 holur. Það gekk ekki eins vel með fyrri hluta Norður-vallarins, en Tinna fékk skolla á 17. og 18. braut – í blálokin, sem hefir verið svekkjandi…. og spilaði því samtals á pari. Alls hefir Tinna spilað á +1 yfir pari 145 höggum (74 71)
Aðeins örfáar af þeim 101 sem eru í B-hóp úrtökumótsins fyrir LET hafa spilað á eða undir pari og er Tinna sem stendur í góðri stöðu. Þegar þetta er skrifað er Tinna jöfn nokkrum öðrum í 11. sæti, en margar eiga eftir að ljúka 2. hring og á sætisskipanin því eftir að breytast aðeins eftir því sem líður á daginn. Ljóst er þó að Tinna er í hóp efstu 35 eins og staðan er núna, sem fá að spreyta sig um sæti á Evrópumótaröðina að viku liðinni, spili hún vel seinni helming þessa fyrri hluta úrtökumótsins.
Hér má fylgjast með stöðunni á La Manga í B-hóp 2. dag úrtökumótsins: LA MANGA – LET ÚRTÖKUMÓT 2012
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024