Q-school LET: Tinna lauk leik á 2. hring á 71 höggi!
Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk leik á Norður-velli La Manga á 71 höggi. Hún byrjaði á 10. teig og fékk strax skolla á 11. braut en síðan 3 fugla á seinni 9 og var í -2 undir pari eftir 9 holur. Það gekk ekki eins vel með fyrri hluta Norður-vallarins, en Tinna fékk skolla á 17. og 18. braut – í blálokin, sem hefir verið svekkjandi…. og spilaði því samtals á pari. Alls hefir Tinna spilað á +1 yfir pari 145 höggum (74 71)
Aðeins örfáar af þeim 101 sem eru í B-hóp úrtökumótsins fyrir LET hafa spilað á eða undir pari og er Tinna sem stendur í góðri stöðu. Þegar þetta er skrifað er Tinna jöfn nokkrum öðrum í 11. sæti, en margar eiga eftir að ljúka 2. hring og á sætisskipanin því eftir að breytast aðeins eftir því sem líður á daginn. Ljóst er þó að Tinna er í hóp efstu 35 eins og staðan er núna, sem fá að spreyta sig um sæti á Evrópumótaröðina að viku liðinni, spili hún vel seinni helming þessa fyrri hluta úrtökumótsins.
Hér má fylgjast með stöðunni á La Manga í B-hóp 2. dag úrtökumótsins: LA MANGA – LET ÚRTÖKUMÓT 2012
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid