Q-school LET: Tinna komin áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðar kvenna!
Tinna Jóhannsdóttir, GK, stóð sig frábærlega á undanúrtökumóti Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies Euroepean Tour, skammst. LET) ! Hún lauk keppni fyrr í dag á Norðurvelli La Manga, í Murcia á Spáni á samtals +6 yfir pari (74 71 71 78) og er komin áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar!
Tinna lenti í 13. sæti ásamt Ayako Ishikawa frá Japan. Í efsta sæti var enska stúlkan Hannah Burke (sjá mynd hér að neðan) og sigraði hún í B-hóp með nokkrum yfirburðum, á skori upp á -11 undir pari samtals.
Tinna fékk 3 skolla og 1 fugl á fyrri helmingi Norðurvallar og 1 skramba og 3 skolla á seinni helmingnum, eitthvað spennufall þar, því öruggt var að Tinna væri komin áfram þarna, þ.e. áfram í lokaúrtökumótið sem fram fer dagana 15.-19. janúar n.k. á sömu völlum, þ.e. Suður- og Norðurvöllum La Manga. Spilaðar verða 90 holur þ.e. 5 hringir
Árangur Tinnu er glæsilegur í ljósi þess að hún er meðal bestu 1/3 hluta þeirra sem upphaflega tóku þátt þ.e. 211 keppenda, en af þeim eru aðeins 70, sem komast áfram í lokaúrtökumótið. Til hamingju Tinna!
Til þess að sjá úrslit á Norðurvelli La Manga í undanúrtökumóti LET, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
