Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2012 | 11:50

Q-school LET: Tinna hefur leik á La Manga

Tinna Jóhannsdóttir, GK, er einmitt á þessum mínútum að hefja leik í Q-school Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) á La Manga á Spáni. Hún á rástíma kl. 12:50 að staðartíma (11:50 að íslenskum tíma).

Golf 1 sendir Tinnu velgegnisstrauma suður á bóginn og vonar að allt gangi upp hjá henni og hún verði 2. íslenski kvenkylfingurinn til að spila á LET!