Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2012 | 16:50

Q-school LET: Tinna úr leik á lokaúrtökumótinu

Tinna Jóhannsdóttir, GK,  er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðar kvenna, en er væntanlega reynslunni ríkari. Hún lék 4. og lokahringinn á Suður-velli La Manga golfstaðarins í Cartagena, Murcia á Spáni á 79 höggum í dag og er í einu af neðstu sætunum, þ.e. 97. sæti af þeim 99 sem luku leik í dag.  Tinna spilaði samtals á + 22 yfir pari   (76 76 79 79). Ljóst er að hún spilar ekki 5. og síðasta hring í lokaúrtökumótinu en aðeins þær sem voru í 50. sæti fá að spila síðasta daginn og freista þess að breyta stöðunni sér í hag og verða ein af 30 efstu sem hljóta fullan þátttökurétt á LET.

Það eiga eftir að gefast mörg tækifæri fyrir Tinnu að spila á úrtökumótum LET og margar aðrar mótaraðir, sem veita frábæran undirbúning fyrir LET eins og t.a.m. Nordea mótaröðin. Eins og stendur liggur ekkert fyrir um hvert framhaldið hjá Tinnu verður.

Til þess að sjá stöðuna á meðal þeirra efstu á LET smellið HÉR: