Q-school LET: Glæsilegt Tinna! – Lék 3. hring á -2 undir pari!
Til hamingju Tinna! Tinna Jóhannsdóttir, GK, átti sinn albesta hring á fyrri hluta úrtökumóts LET til þessa á Suður-velli La Manga, í Cartagena, Murcia á Spáni. Hún byrjaði á 10. teig í dag, en fékk því miður skolla á 11. og 15. braut en lét ekki deigann síga og lauk fyrri 9 á fallegum fugli á 18. Tinna var því á +1 eftir fyrri 9.
Síðan spilaði hún seinni hluta hrings síns á fyrstu 9 holum Suður-vallarins. Og þar spilaði hún eins og engill, skollafrítt, fékk 3 fugla, á 1., 3. og 7. braut og glæsiskor dagsins upp á -2 undir pari staðreynd!
Tinna er samtals á -1 undir pari, búin að spila hringina 3 á samtals 216 höggum (74 71 og 71). Hún er í 5. sæti þegar þetta er ritað, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik.
Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á Norður-vellinum á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á úrtökumóti LET á La Manga smellið HÉR:
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023