Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 17:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn úr leik á Sierra Polish Open

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik á Sierra Polish Open, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf Tour.

Mótið fór fram í Sierra golfklúbbnum í Pętkowice, Wejherowo, Póllandi, 30. júlí – 1. ágúst og lauk í dag.

Þórður Rafn lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (75 75).

Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari eða betra.  Sigurvegari í mótinu varð Þjóðverjinn Nicolai Dellinghausen.

Sjá má lokastöðuna á Polish Open með því að SMELL A HÉR: