Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2017 | 07:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-6 e. 2. dag í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Red Sea Ain Sokhna Classic mótinu sem fer í Egyptalandi og er hluti af þýska Pro Golf Tour.

Mótið stendur dagana 23.-25. janúar 2017 og lýkur því  í dag.

Þórður Rafn lék á 4 undir pari, 68 höggum í dag á 1. hring  og endurtók leikinn á öðrum hring; er því samtals búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum (68 68) og er T-6 þ.e. deilir 6. sætinu í mótinu með Clemens Prader frá Austurríki og Ross Cameron frá Skotlandi.   Á 2. hring fékk Þórður Rafn 4 fugla 13 pör og 1 skramba.

Í efsta sæti sem stendur er Ben Parker frá Englandi.

Sjá má stöðuna á Red Sea Ain Sokhna Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: