Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 23:59

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-4 e. 2. dag Austerlitz Classic

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Austerlitz Classic mótinu sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Mótið fer fram dagana 12.-14. júní 2017 á Austerlitz golfstaðnum í Tékklandi.

Þórður Rafn lék 1. hring í dag á 5 undir pari og 2. hring á 1 undir pari og er því samtals á 6 undir pari og T-4 eftir 2. dag.

Á 1. hring fékk Þórður Rafn 5 fugla og 13 pör; skilaði glæsilegu skollalausu skorkorti – en á 2. hring fékk Þórður 6 fugla, 3 skolla og 1 skramba.

Þórður Rafn flaug því í gegnum niðurskurð en aðeins 40 efstu kylfingarnir fá að spila lokahringinn 14. júní.

Til þess að sjá stöðuna á Austerlitz Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: