Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2017 | 21:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-12 f. lokahringinn á The Tony Jacklin mótinu

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR tekur nú þátt í Open The Tony Jacklin mótinu, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni og fer fram í Casablanca, Marokkó.

Hann er búinn að spila báða keppnishringina á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69).

Báða keppnisdagana er hann búinn að skila skollalausu skorkorti og er með samtals 6 fugla og 30 pör sem er frábær árangur!

Efstu menn fyfir lokahringinn eru þrír: Þjóðverjinn með sérstaka nafnið Nicolai Von Dellingshausen, landi hans Marc Hammer og Pedro Figueiredo frá Portúgal allir á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Open The Tony Jacklin SMELLIÐ HÉR: