Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 07:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn náði ekki niðurskurði í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í Haugschlag NÖ Open, sem er mót á Pro Golf mótaröðinni þýsku.

Þórður Rafn lék fyrstu tvo hringina á 5 yfir pari, 149 höggum (73 76) og náði ekki niðurskurði en hann var miðaður við samtals 2 undir pari og Þórður því þó nokkuð eða 8 höggum frá því að komast í gegn.

Mótið fer fram 18.-20. maí í Haugschlag, Austurríki og lýkur í dag.

Fyrir lokahringinn er Tékkinn Stanislav Matus (nr. 1780 á heimslistanum) í efsta sæti á samtals 17 undir pari (63 64).

Sjá má stöðuna á Haugschlag NÖ Open með því að SMELLA HÉR: