Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2017 | 07:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk leik T-23 í Casablanca

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR lauk keppni í gær í Open The Tony Jacklin mótinu, sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinn.

Mótið fór fram í Casablanca, Marokkó.

Þórður Rafn lék á samtals samtals 6 undir pari, 210höggum (69 69 72) og hafnaði í 23. sæti ásamt Þjóðverjanum Benedict Staben.

Á lokahringnum lék Þórður Rafn á sléttu pari, 72 höggum fékk 2 fugla og 2 skolla; fyrstu og einu skollana á 3 keppnishringjum mótsins.

Sá sem sigraði í mótinu var Hollendingurinn Robbie van West en hann lék á samtls 12 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Open The Tony Jacklin SMELLIÐ HÉR: