Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2017 | 20:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk leik í 35. sæti í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson , GR, lék 3. og síðasta hring sinn á Red Sea Egyptian Classic mótinu , sem fram fór í Ain Sokhna, Egyptalandi, í dag, en mótið er hluti af hinni þýsku Pro Golf Tour.

Hann lék lokahringinn á 3 yfir pari, 75 höggum _ fékk 4 fugla, 5 skolla og 1 skramba.

Samtals lék Þórður Rafn á 3 yfir pari (69 75 75) og varð T-35.

Næsta mót hjá Þórði Rafn er 23. janúar Red Sea Ain Sokhna Classic, sem einnig er haldið í Egyptalandi.

Sjá má lokastöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu  með því að SMELLA HÉR: