Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2017 | 10:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk keppni T-36 á Preis des Hardenberg mótinu

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Preis des Hardenberg mótinu, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni.

Mótið fór fram á Hardenberg GolfResort, á Gut Levershausen í Northeim, í Niedersachsen; eiginlega í miðju Þýskalandi, fyrir norðan Göttingen, sem er næsta stórborg Þýskalands við Northeim.

Mótið átti að fara fram dagana 23.-25. júlí og lauk í gær.

Mótið var stytt, þar sem úrhellisrigning hefir verið í Niedersachsen undanfarna daga og var seinni 2 hringjunum aflýst.

Þórður Rafn lauk keppni jafn öðrum í 36. sæti – lék á samtals 2 yfir pari, 74 höggum.

Sjá má lokastöðuna í Preis des Hardenberg mótinu með því að SMELLA HÉR: