Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 08:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt á Sparkassen Open en mótið er hluti af Pro Golf Tour mótaröðinni þýsku.

Mótið fór fram í Bochumer GC í Bochum Þýskalandi og stóð dagana 6.-8. júlí 2017 og lauk því í dag.

Þórður Rafn lék ekki lokahringinn því hann komst ekki í gegnum niðurskurð en skorið var niður í gær.

Þórður Rafn lék samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (76 70).

Niðurskurður var miðaður við 3 undir pari eða betra.

Sjá má lokastöðuna á á Sparkassen Open með því að SMELLA HÉR: