Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2015 | 09:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn komst ekki gegnum niðurskurð í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Praforst Pro Golf Tour Fulda 2015.

Mótið fór fram dagana 10.-12. júlí s.l.

Þórður Rafn lék 2 hringi en komst ekki í gegnum niðurskurð og fékk því ekki að leika lokahringinn en í mótinu voru leiknir 3 hringir.

Þórður Rafn lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (73 73).

Til þess að komast í gegnum niðurskurð þurfti að vera á 1 undir pari og var Þórður því 3 höggum frá því að komast í gegn.

Það var Þjóðverjinn Martin Keskari, sem sigraði í mótinu og er þetta 2. sigur hans á mótaröðinni í ár.

Til þess að sjá lokastöðuna á Praforst mótinu SMELLIÐ HÉR: