Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 08:40

Pro Golf Tour: Þórður Rafn hefur leik á Red Sea Eygptian Classic 2015

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Red Sea Egyptian Classic 2015, sem fram fer í Sokhna golfklúbbnum.

Mótið er hluti af þýska Pro Golf túrnum. Þátttakendur eru 87.

Eftir 6 spilaðar holur er Þórður Rafn búinn að spila á 2 yfir pari, búinn að fá 2 skolla; einn á par-5 3. holuna og annan á par-4 4. holuna.

Vonandi að Þórður Rafn nái að taka þetta aftur, en svo sannarlega ekki draumabyrjun!

Fylgjast má með Þórði Rafni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: