Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 10:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn fór g. niðurskurð í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu, sem fer fram 8.-10. mars.

Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni, en mótið fer fram í Marokkó.

Þórður hefir leikið á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (72 72).

Hann er T-42 e. 2. dag og rétt slapp gegnum niðurskurð og spilar því lokahringinn.

 

Fylgjast má með stöðunni á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu með því að SMELLA HÉR: