Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2017 | 11:55

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á 68 1. dag St. Pölten mótsins

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í St. Pölten mótinu, sem er hluti þýsku Pro Golf Tour mótaraðarinnar.

Mótið hófst í gær og stendur dagana 23.-25. maí 2017 og eru þátttakendur 81.

Ekki tókst að klára hringinn í gær vegna veðurs, og var lokið við að leika hann í morgun.

Á þessum 1. hring var Þórður Rafn á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og er sem stendur T-19!!!

Sjá má stöðuna á St. Pölten mótinu með því að SMELLA HÉR: