Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 13:45

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á 68 1. dag í Egyptalandi!

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í  Red Sea Ain Sokhna Classic mótinu sem fer í Egyptalandi og er hluti af þýska Pro Golf Tour.

Mótið stendur dagana 23.-25. janúar 2017 og hófst sem sagt í dag.

Þórður Rafn lék á 4 undir pari, 68 höggum í dag á 1. hring – fékk 5 fugla, 12 pör og 1 skolla og er sem stendur T-5.

Í efsta sæti sem stendur er Clemens Prader frá Austurríki, en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.

Sjá má stöðuna á Red Sea Ain Sokhna Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: