Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2017 | 20:45

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á +1 e. 1. dag í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu, sem hófst í dag, 8. mars 2017 og stndur til 10. mars.

Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni, en mótið fer fram í Marokkó.

Þórður lék á 1 yfir pari, 72 höggum; fékk 3 fugla, 2 skolla og 1 skramba.

Sem stendur er heimamaðurinn Younes El Hassani  frá Marokkó efstur, en hann lék á 5 undir pari, 66 höggum.

Fjölmargir eiga þó eftir að ljúka hringjum sínum þegar þetta er ritað (kl 20:30) þannig að ekki er hægt að segja í hvaða sæti Þórður Rafn er eftir 1. dag.

Fylgjast má með stöðunni á Opna Royal Golf Anfa Mohammedia 2017 mótinu með því að SMELLA HÉR: