Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 14:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á -1 e. 1. dag í Marokkó

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR lék 1. hringinn á Tazegzout mótinu í Marokkó í dag á 1 undir pari, 71 höggi, sem er stórgóður árangur!

Á hringnum fékk Þórður Rafn 1 örn, 16 pör og 1 skolla.

Mótið fer fram 11.-13. febrúar 2016 í Agadír.

Sem stendur er þýski kylfingurinn Anton Kirstein efstur á 7 undir pari, 65 höggum.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Tazegzout mótinu og í hvaða sæti Þórður Rafn lendir eftir fyrsta dag, en fjöldi keppenda á eftir að ljúka leik SMELLIÐ HÉR: