Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2019 | 18:00

Pro Golf Tour: Hlynur varð T-13 og Ragnar Már T-21 á Opna pólska

GKG-ingarnir Hlynur Bergsson og Ragnar Már Garðarsson, stóðu sig vel á Polish Open by John Deere mótinu, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni.

Ragnar Már Garðarsson, GKG. Mynd: Golf 1

 

Mótið fór fram í Gradi golfklúbbnum, í Prusice, Póllandi, dagana 26.-28. júní 2019 og lauk því í dag.

Hlynur lék á samtals 5 undir pari, 205 höggum (70 67 68) og varð T-13, þ.e. deildi 13. sætinu með Frakkanum Stanislas Gautier.

Ragnar Már lék á samtals 3 undir pari, 207 höggum (68 73 66) og varð T-21; þ.e. deildi 21. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Sjá má lokastöðuna á Opna pólska með því að SMELLA HÉR: