Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 07:00

Pro Golf Tour: Fylgist m/ Þórði Rafni hér á Sparkassen Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefur leik í dag á Sparkassen Open en mótið er hluti af Pro Golf Tour mótaröðinni þýsku.

Mótið fer fram í Bochumer GC í Bochum Þýskalandi og stendur dagana 6.-8. júlí 2017.

Þórður Rafn spilaði síðast á Pro Golf Tour 12.-14. júní s.l. á Austerlitz Classic mótinu, í Tékklandi.

Þar náði Þórður Rafn þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu! – Vonandi að jafnvel gangi í Bochum!

Fylgjast má með skori Þórðar Rafns á Sparkassen Open með því að SMELLA HÉR: