Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2016 | 08:00

Pro Golf: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurð á Ypsilon Cup.

Þórður Rafn lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74) og því miður dugði það ekki til.

Aðeins munaði 1 höggi á Þórður Rafn næði niðurskurði.

Sá sem er efstur fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun í mótinu er Benedict Staben, en hann hefir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum (73 66).

Til þess að sjá stöðuna á Ypsilon Cup SMELLIÐ HÉR: