Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2017 | 18:00

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-8 í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Opna Madaef 2017 mótinu, sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Mótið fór fram á Pullman El Jadida Royal golfvellinum í Casablanca, Marokkó og lauk því í dag.

Þórður Rafn lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 74 75) og og lauk keppni jafn 2 öðrum í 8. sæti.

Stórglæsilegt þetta á Þórði Rafni!!!

Sigurvegari mótsins varð Svisslendingurinn Marco Iten.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna Madaef 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR: