Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2017 | 07:00

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-25 á Open Ocean mótinu í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Open Ocean 2017 mótinu, en það fór fram á Golf de l´Ocean golfklúbbnum í Agadir, Marokkó dagana 23.-25. mars 2017 og lauk því í dag.

Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Þórður Rafn lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (72 72 71) og lauk keppni T-25.

Sigurvegari mótsins varð Dylan Boshart frá Hollandi, en hann lék á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Open Ocean 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR: