Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 20:00

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-34 á Gut Bissenmoor Classic

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í Gut Bissenmoor Classic mótinu dagana 10.-12. ágúst, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni og lauk í dag.

Mótið fór fram í Golf & Country Club Gut Bissenmoor í Bad Bramstedt, Segeberg sem er u.þ.b. 40 km norður af Hamborg í  Þýskalandi – Sjá má vefsíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Þórður Rafn lék á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (77 70 75) og varð T-34 þ.e. deildi 34. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Sigurvegari mótsins varð svissneski kylfingurinn Marco Iten, en hann lék á samtals 7 undir pari (67 71 68).

Sjá má lokastöðuna á Gut Bissenmoor Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: