Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 12:00

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni í 33. sæti á Starnberg Open

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni í dag á Starnberg Open, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Mótið fór fram í GolfClub Starnberg e.V., sem er u.þ.b. 25 km akstur suðvestur af München, í S-Þýskalndi – Sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Þórður Rafn lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (69 70 70) og lauk keppni í 33. sæti.

Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Max Schmitt á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Starnberg Open með því að SMELLA HÉR: