Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2015 | 15:00

Pro Golf: Þórður Rafn á 68! Lauk keppni T-22

Þórður Rafn Gissurarson,  GR, Íslandsmeistari í höggleik, hefir undanfarna daga þ.e. 17. ágúst – 19. ágúst verið í Bobingen-Burgwalden á Augsburg Classic  mótinu.

Mótið er hluti af ProGolf mótaröðinni.

Þórður Rafn lék samtals á 3 undir pari, 213 höggum (74 71 68) og varð T-22.

Samtals fékk Þórður Rafn 6 fugla og 2 skolla á glæsilegum lokahring sínum upp á 4 undir pari, 68 högg!!!

Til þess að sjá lokastöðuna í Augsburg Classic SMELLIÐ HÉR: