Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 10:00

Pro Golf: Þórður Rafn T-37 e. 1. dag í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Haugschlag NÖ Open 2017, en mótið er hluti af Pro Golf mótaröðinni þýsku.

Mótið fer fram dagana 26.-28. apríl 2017 í Haugschlag, Austurríki.

Þórður Rafn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum – fékk 3 fugla og 1 þrefaldan skolla og er T-37.

Eftir 2. hring verður skorið niður og leika efstu 40 áfram um helgina

Sjá má stöðuna á Haugschlag NÖ Open 2017 með því að SMELLA HÉR: