Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 09:00

Pro Golf: Þórður hefur leik í Tékklandi

Íslandsmeistarinn í höggleik 2015, Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Ypsilon Cup sem er hluti af þýsku mótaröðinni Pro Golf Tour.

Þátttakendur eru 133 en einn hefir dregið sig úr mótinu.

Mótið fer fram í Liberec, Tékklandi og er fyrsta mót Pro Golf mótaraðarinnar, sem fram fer í Evrópu nú í ár.

Þórður Rafn á rástíma kl. 13:40 að staðartíma þ.e. kl. 11:40 hér á Íslandi.

Til þess að fylgjast með gengi Þórðar Rafns á Ypsilon Cup SMELLIÐ HÉR: