Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2017 | 09:00

Poulter upplýsir um heimslistastöðu drauma sína

Ian Poulter segist enn trúa á hæfileika sína í golfinu og er ákveðinn að martraðarár hans á vellinum, 2016, sé að baki og honum muni  takast að sigra aftur á þessu nýja ári, 2017.

Poulter er aðeins 10 dögum frá 41 árs afmælisdegi sínum og hefir átt 18 mánuði fyllta af allskyns meiðslum; þ.á.m. var hann 5 mánuði algerlega frá keppni vegna mikils verkjar í tá, sem hann var með gigt í.

Þetta hefir leitt til þess að Poulter er nú í 184. sæti heimslistans og hann spilaði ekki í Ryder bikars liði Evrópu í Hazeltine, þar sem liðið tapaði – en þetta var í fyrsta skipti frá árinu 2006 sem hann er ekki með.

Poulter hefur nú árið án spilaréttar í neinu af 4 risamótunum og hann verður að ná a.m.k. 1 góðum árangri í næstu 6 mótum á PGA Tour svo hann haldi spilarétti sínum á þeirri mótaröð.

Spil Poulters hefir verið nokkuð mistækt eftir að hann sneri aftur til keppni í árslok, en Poulter er mjög áfram um að sýna að hann verði aftur kominn í gírinn í Abu Dhabi seinna í mánuðnum, áður en hann snýr aftur til Bandaríkjanna.

Svo virðist sem Poulter sé virkilega að ströggla, en hann hefir ekki misst trú á sér og segist m.a. vera að berjast um að komast í Ryder bikars lið Evrópu 2018.

En til skamms tíma litið sagði Poulter eftirfarandi í viðtali við Daily Mail: „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég að einbeita mér að því að komast á völlinn og njóta þess fremur en að hafa áhyggjur af stöðu minni. Hungrið er enn til staðar. Reyndar er ég hugraðri nú að sýna að ég get enn spilað og hækkað mig á heimslistanum. Ég tel högg mín vera betri en þau hafa nokkru sinni verið, en ég er meira spenntur fyrir að sýna það heldur en að tala um það.“

Jamm, draumar Poulter snúast því aðeins um að komast hærra en 184. sætið! Hann segir það ekki beinlínis en … og þó hann er að spila betur og ef svo er sér spilið hans um afganginn og sem eðlileg afleiðing hækkar hann og flýgur upp heimslistann!!!