Poulter og Stenson með útvarpsþætti
Ian Poulter og Henrik Stenson eru vinir innan vallar sem utan, sem berlega kom í ljós í skemmtilegu veðmáli þeirra á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubai, en til að krydda aðeins upp á dæmið veðjuðu þeir upp á $ 100 dollara hvor þeirra yrði ofar á skortöflunni, auk þess sem sá sem varð neðar varð að vera þjónn hins eina kvöldstund.
Svo sem allir vita lenti Poulter í þjónshlutverkinu.
Nú hafa þessir kappar samþykkt að stjórna hvor sínum útvarpsþætti á SiriusXM PGA Tour Radio á næsta ári.
Þar munu þeir ræða um ýmis golftengd efni þ.á.m. golfvelli, golfútbúnað, undirbúning fyrir mót og félaga sína á PGA Tour og það sem þeim dettur í hug hverju sinni.
„Þeir sem þekkja mig vita að ég ligg aldrei á skoðunum mínum,“ sagði Poulter m.a. „Að vera með með minn eiginn útvarpsþátt á SiriusXM mun eflaust verða skemmtilegt.
Stenson á hinn bóginn sagði m.a. eftirfarandi: „Þetta hefir verið ótrúlega gott ár fyrir mig, sannarlega draumakeppnistímabil. Ég hlakka til að vera á SiriusXM og deila hugsunum mínum um golf og einstakri reynslu minni um allan heim.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
