Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 08:00

Poulter hlýtur kortið sitt á PGA að nýju viku eftir að hann missti það

Ian Poulter hefir hlotið kortið sitt á PGA Tour að nýju viku eftir að hann missti það.

Golf 1 var m.a  með frétt þess efnis að Poulter hefði misst kort sitt – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

En PGA mótaröðin reiknaði út punktastöðu Poulter að nýju eftir annarri formúlu og með hliðsjón af því hversu mikið hann hefir verið frá keppni vegna veikinda.

Niðurstaðan: Poulter fær að halda korti sínu út keppnistímabilið.

Hann hefir því enn tækifæri að koma punktastöðu sinni og verðlaunafé í það horf að hann haldi korti sínu á PGA Tour áfram!