Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 10:15

Poulter heimsótti Ferrari verksmiðjurnar

Ian Poulter er duglegur að tvíta s.s. allir aðdáendur kappans vita.

Nú um daginn var twitter reikningur hans fullur af myndum af Ferrari bílum en Poulter gerði sér ferð í Ferrari verksmiðjurnar til þess að fá Ferrari bíl sinn lagaðan að sér.

Já lagaðan að sér, sérsmíðaðan, því þar er það sem hann fær þegar hann kaupir sér enn einn Ferrari bílinn fyrir 1,35 milljónir dollara.

Poulter tvítaði m.a.

To say I’m excited is an understatement. Jan 13th I’m going to Maranello for my seat fitting for this Beauty LaFerrai

(Lausleg þýðing: Að segja að ég sé spenntur er of vægt til orða tekið.  Þann 13. janúar fer ég til Maranello til þess að fá bílstjórasætið lagað að mér í þessum fallega LaFerrai.)