Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2011 | 11:30

Pönnukaka í Curtis Cup liði Bandaríkjanna 2012

Bandaríska golfsambandið (United States Golf Association, skammst.: USGA) tilkynnti í gær um þá 5 kylfinga sem verða fulltrúar Bandaríkjanna þ.e. skipa lið Bandaríkjanna á Curtis Cup árið 2012.  Curtis Cup fer fram daganna 8.-10. júní 2012 í The Nairn Golf Club í Skotlandi.

Þeir kylfingar sem eru í bandaríska liðinu eru:

Brooke Pancake

1. „Pönnukaka“ Brooke Pancake, 21 árs frá Chattanooga, Tennessee.

2. Amy Anderson, 19 ára, frá Oxbow, North Dakota.

3. Lindy Duncan, 20 ára frá Fort Lauderdale í Flórída.

4. Austin Ernst, 19 ára frá Seneca, Suður-Karólínu.

5. Tiffany Lua, 20 ára, frá Rowland Heights í Kaliforníu.

Tilkynnt verður um val á 3 öðrum kylfingum í næsta mánuði, janúar 2012 en 8 kylfingar eru í liðinu. Curtis Cup fer fram 2. hvert ár. Áhugakvennalið skipuð 8 kylfingum frá Bandaríkjunum og Bretlandi&Írlandi keppa.  Síðast þegar keppnin var haldin í „vöggu Curtis Cup“ Essex County Club í Manchester-by-the-Sea, í Massachusetts þá sigraði lið Bandaríkjanna – en innanborðs í því liði var m.a. Lexi Thompson.