Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 14:15

Pokinn hjá Stenson

Henrik Stenson er maður s.l. helgi en þá varð hann fyrstur Evrópubúa til þess að sigra á Tour Championship og hljóta jafnframt efsta sætið á FedEx Cup stigalistanum og risabónusinn, sem þeirri vegsemd fylgir, þ.e. yfir milljarð íslenskra króna.

Það er alltaf fróðlegt að sjá hvað sigurvegarar PGA Tour eru með í pokanum, en í poka Stenson má finna eftirfarandi töfrakylfur:

Dræver: TaylorMade SLDR 10.5°, Grafalloy Blue X skaft.

3-tré: Callaway Diablo Octane Tour, 13°,  Grafalloy Blue X skaft.

4-tré: Callaway X Hot Pro, 17°, Grafalloy Blue X skaft.

3-9 járn: Callaway Legacy Black, Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X skaft.

48° wedge: Callaway Legacy Blac, (Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X skaft.

51° wedge: Cleveland 588 RTX, Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X skaft.

58° wedge: Cleveland 588 RTX, Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 120X skaft.

Pútter: Piretti Cottonwood II, original.

Bolti: Titleist Pro V1x.