Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2015 | 07:00

Piltalandsliðið þarf í undankeppni EM á næsta ári

Piltalandsliðið lauk leik á EM piltalandsliða laugardaginn nú um helgina á Pickala Park golfvellinum í Finnlandi.

Mótið stóð 9.-11. júlí 2015.

Skemmst er frá því að segja piltarnir okkar töpuðu öllum leikjum sínum á mótinu; þeir töpuðu 1. leiknum með 4.5-0.5 vinningi gegn Finnum; öðrum leiknum 3-2 gegn Belgíu og eins síðasta leiknum með 4.5 vinningi gegn 0.5 gegn Spánverjum.

Í síðasta leiknum var það Gísli Sveinbergsson sá eini í íslenska piltalandsliðinu sem náði 1/2 vinningi gegn Pablo Heredia í spænska liðinu.

Sjá má öll úrslit EM piltalandsliða með því að SMELLA HÉR: 

Piltalandsliðið okkar hafnaði líkt og við Íslendingar svo oft áður í Söngvakeppni Evrópu í 16. og síðasta sætinu í mótinu og þarf því í undankeppni á EM á næsta ári.