Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2017 | 17:00

Piltalandsliðið hefur leik á EM í Póllandi á morgun!

Íslenska piltalandsliðið í golfi hefur leik á miðvikudaginn á Evrópumótinu sem fram fer í Kraków í Póllandi. Liðið keppir í 2. deild og er þannig skipað:

Arnór Snær Guðmundsson (GHD)
Ingvar Andri Magnússon (GR)
Kristján Benedikt Sveinsson (GA)
Viktor Ingi Einarsson (GR)
Ragnar Már Ríkharðsson (GM)
Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)

Daníel Ísak Steinarsson (GK) er fyrirliði og liðsstjóri er Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ. Alls eru 9 þjóðir sem taka þátt í 2. deild og í það minnsta 2 efstu þjóðirnar fara upp í efstu deild en þriðja sætið gæti dugað en það fer eftir því hvaða þjóð verður gestgjafi í efstu deild á næsta ári í þessum aldursflokki.

Hægt er að fylgjast með gengi piltalandsliðsins með því að SMELLA HÉR: 

Texti: GSÍ