Phil Mickelson tjáir sig um hvernig Tiger hefir breyst
Phil Mickelson og Tiger Woods hafa verið keppinautar í langan tíma.
Og á þessum tíma hafa þeir öðlast virðingu gagnvart hvor öðrum bæði sem andstæðingar og liðsfélagar.
Og skv. Mickelson var þetta aldrei augljósara en í Rydernum í Hazeltine 2016.
Í viðtali við Alan Shipnuck sem skrifar fyrir Sports Illustrated talaði Mickelson um hversu mikið Tiger hefði breyst utan vallar sérstaklega í liðsherbergi bandaríska liðsins í Rydernum.
„Það er virkilega gaman að vera í kringum hann nú,“ sagði Mickelson. „Hann er mjög tillitssamur og hefur auga fyrir smáatriðum, en meira en það; það er auðvelt að nálgast hans og hann er hjálpsamur, þ.e. hjálpar mörgum hinna strákanna.“
„Ég held að til fjölda ára þá hafi honum fundist – ég veit það ekki – en ég held að hann að honum hafi fundist að ef hann væri opinn fyrir þessum liðkeppnum þá myndi það brjóta niður siguráruna sem hann hafði umhverfis sig og ógnina sem hann var öðrum og það myndi hafa áhrif á feril hans í sumum þessara móta vegna þessarar viku og því hefir hann alltaf haldið aftur af sér eða verið tregur (til samvinnu).“
Skv. Mickelson þá voru hugmyndir Tiger lykilatriði í leikáætluninni sem hjálpaði til við að Ryder bikarinn fór aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið 8 ár í Evrópu. Eitt dæmið sem Mickleson nefndi var að færa teigana aftar á par-5unum, þegar kylfingar voru að spila sem slógu styttra, þannig að hægt væri að þeir gætu sýnt fram á leikni sína með fleygjárnum. Og fyrir sleggjurnar að færa teigana framar þannig að þeir gætu ráðist inn á flatirnar í 2 höggum.
„Ég veit ekki hvað það er en s.l. 3-4- ár hefir verið auðveldara að nálgast hann og hann blandar meira geði við strákana og það er gaman að vera nálægt honum,“ sagði Mickelson. „Strákarnir í liðinu ólust upp við að tilbiðja og horfa á hann og að hafa hann nú sem stuðningsaðila, sem mann sem talar við þá hefir virkilega verið ánægjulegt.“
En það er ekki bara þessi viðkunnanlegi Tiger sem Mickelson dáist að. Aðspurður hvort hann teldi að Tiger myndi sigra aftur þá hikaði Mikelson ekki.
„Ó já,“ sagði Mickelson. „Hann er of góður til þess að gera það ekki. Nema eitthvað líkamlegt sé að honum. Hann bara yfirspilar stráka og hann myndi vinna mót jafnvel þó hann væri ekki að pútta svo vel. Hann getur líka unnið mót með því að pútta betur en allir aðrir, þegar hann slær ekki svo vel, vegna þess að hann var góður púttari og var frábær í stutta spilinu. En þegar hann var góður í hvorutveggja rassskellti hann alla og t.d. vann með 15 högga mun eins og á Opna bandaríska 2000.“
„Hann þarf ekkert að verða það besta sem hann hefir nokkru sinn verið til þess að vinna mót vegna þess að hæfileikastig hans er svo hátt og ég held að það sé miklu auðveldara að vinna aftur en það er að reyna að sigra í fyrsta sinn.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
