Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2016 | 10:00

Phil Mickelson tekur sér frí til þess að vera hjá Amy konu sinni sem greindist aftur m/krabbamein

Phil Mickelson var að setja sig í gírinn fyrir uppáhaldstíma ársins og að undirbúa sig undir Bethpage Black til þess enn að reyna við að landa Opna bandaríska risatitli fyrir framan áhangendur sem líta á hann sem rokkstjörnu.

Og í einni andrá varð golfið bara í 2. sæti.

Nr. 19 á heimslistanum upplýsti fyrr í dag að Amy, eiginkona hans, 37 ára hefði greinst með brjóstakrabbamein.

Hún mun undirgangast meiriháttar aðgerð á næstu 2 vikum sagði umboðsskrifstofa Phil, Gaylord Sports Management.

Vegna þessa hefir Phil, 38 ára dregið sig úr Byron Nelson Championship sem fer fram á Colonial, þar sem hann á titil að verja.

En hann hefir nú tekið ákvörðun að vera hjá konu sinni, Amy.

Þau Phil og Amy eiga 3 börn  Amöndu, 9 ára; Sophiu, 7 ára, og Evan, 6 ára..

„Við vitum að Amy býr yfir ótrúlegum innri styrk og anda,“ sagði frægðarhallarkylfingurinn og 18-faldi rismótsmeistari Jack Nicklaus „og með óendanlegri ást og styrk Phil munu þau berjast og komast í gegnum þetta